Um Lykilorð

Orð Guðs fyrir hvern dag

Lykilorð er ein leið til þess að tengja Orð Guðs við daglegt líf okkar. Fyrir hvern dag ársins eru gefin tvö biblíuvers, og auk þess fylgir þeim sálmavers eða orð úr kristinni fortíð eða nútíð sem bæn eða til frekari íhugunar. Lykilorð geta verið fyrstu skrefin í þá átt að læra að þekkja breidd og dýpt Biblíunnar.

Orð Guðs á 50 tungumálum

Lykilorð eru í dag gefin út á u.þ.b. 50 tungumálum. Þau eru lesin í fjölmörgum löndum og tengja saman fólk úr ólíkum menningarheimum, mismunandi kirkjudeildum og margar kynslóðir. Lykilorð er árlega metsölubók, þó hljótt fari. Þannig eru t.d. seldar á hverju ári um milljón bækur á þýsku.

Orð Guðs í yfir 280 ár

Þann 3. maí 1728 voru Lykilorð borin út í fyrsta skipti í öll 32 húsin í þorpinu Herrnhut í Þýskalandi. Það var upphafið og komu Lykilorð í fyrsta skipti út sem bók árið 1731. Síðan þá hafa verið gefnir út 284 árgangar. Hvorki krísur, stríð né breytingar á valdafyrirkomulagi í stjórnun landa hafa rofið skörð í það að Lykilorð komi út fyrir hvert einasta ár.

Orð Guðs til þín

Lífsmótun er sjálfseignarstofnun sem hefur það að markmiði að styðja við og byggja upp þá sem vilja fylgja Jesú Kristi. Útgáfa Lykilorða er einn þáttur í þeirri viðleitni Lífsmótunar. Nánari upplýsingar um frekari útgáfu og starfsemi Lífsmótunar má finna á vefsvæðinu: http://lifsmotun.is