Aðfararorð 2016

____________________________________________________

Lykilorð ársins 2016:

Svo segir Drottinn: Eins og móðir huggar barn sitt, eins mun ég hugga yður.

Jesaja 66.13

____________________________________________________

Það er mörgum falleg minning að hugsa til þess að vera í faðmi pabba eða mömmu. Eins og það er öðrum sár minning að hafa ekki átt þess kost að hvíla í móður- eða föðurfaðmi.
Að hugga eins og móðir eða faðir huggar barn sitt, birtir hinn róttæka kærleika sem Jesús væntir af okkur, og sem fer alltaf á stað á ný, með hið góða og er afleiðing þess hvernig sjálfur Guð er. Og þannig huggar Guð okkur ef við leitum í faðm hans.
Að taka Lykilorði í lestarfaðm sinn, er eins og að falla í faðm þess sem huggar, styður og styrkir. Og meir en það, þau sem faðmast verða eitt. Það fer og vel saman við leyndardóminn um að verða eitt með Guði. Til að svo verði þarf Orðið.

Kannski þarf
að hlusta með auganu
á orð hverfast í mynd
hljóð stefna í þögn
hugsun á leið inn úr hugsun.
                                  Ljóð – Njörður P Njarðvík

Barn nemur kærleika móður sinnar úr faðmlaginu. Líku er farið með kærleika Guðs til þín sem við öndum að okkur.

Lykilorð er þannig hjálpartæki. Þú lest vers og vers eða flettir upp kaflabroti dagsins. Þú lýkur upp og upplokið er fyrir þér, þú gengur innar og nemur kærleikann.
Lykilorð hefur fylgt mér í áratug. Ég hef ekki alltaf lesið í því á hverjum degi en þykist vera þess viss að, í þeim tæplega þúsund bókum sem ég hef keypt og gefið á þessum tíu árum, var alla daga einhver að lesa. Það er þitt að leita leiðsagnar og að vita hvar hana er að finna. Guð blessi lestur þinn, megi hjarta þitt vera bústaður hans.

Axel Á Njarðvík,
héraðsprestur Suðurprófastsdæmis