DAGLEG TILBEIÐSLA – ÞÖKK – BÆN – FYRIRBÆN

Á bls. 7 – 8 í bókinni er meðfylgjandi tillaga að því hver fyrirbænarefni okkar geta verið.
Gefnar eru hugmyndir fyrir bænarefni hvern dag vikunnar.

sunnudagur: Hjálpræði Guðs.
Þökk fyrir upprisu Jesú Krists og fyrir Guðsorð. Bæn um kraft til boðunarinnar og um blessun fyrir alla þá sem á heyra. Helgun sunnudagsins. Vakning og endurnýjun andlega lífsins, eining andans, systkinakærleikur. Fyrirbæn fyrir ólíkum kirkjudeildum og sameiginlegum vitnisburði þeirra.

mánudagur: Þjónusta Kirkjunnar í heiminum.
Boðun fagnaðarerindisins um allan heim. Andlegur vöxtur í söfnuðunum. Vitnisburður trúarinnar og kærleikur til allra manna. Fræðsla og undirbúningur starfsfólks í þjónustu Kirkjunnar og samfélagsins. Trúboð og boðun. Heilbrigðisþjónusta.

þriðjudagur: Fjölskyldur, skólar, vinna.
Ættingjar, vinir og börn þeirra. Hjónabandið og fjölskyldan, barnauppeldi. Skólar, unglingaheimili, heimavistir, kennarar og fóstrur. Varðveiðsla trúararfsins til næstu kynslóðar. Kristin fræðsla, fermingarfræðsla og æskulýðsstarf. Vinna okkar heima og á vinnustað. Daglegar þarfir. Varðveiðsla trúarinnar í daglegu amstri.

miðvikudagur: Náungi okkar.
Nágranni, vinnufélagi, viðskiptafélagar. Atvinnulausir, hjálp og hughreisting fyrir mótstöðulitla, sjúka og deyjandi, blinda, heyrnarlausa og alla fatlaða. Ekla, ekkjur og einstæðinga, bundna og fjötraða, fanga, heimilislausa, fórnarlömb kúgunar og ofbeldis. Umönnun: heimilisaðstoð, sambýli, liðveiðsla, heimsóknarþjónusta, öldrunarþjónusta á sjúkrahúsum, elliheimilum, þjónustuíbúðum aldraðra og í heimahúsum.

fimmtudagur: Samfélagið.
Frið meðal þjóða og þjóðflokka. Réttlæti og heiðarleiki í þjóðfélaginu. Konur og menn í ábyrgðarstöðum í þjóðfélaginu, hjá hinu opinbera, í viðskiptalífinu og hjá Kirkjunni. Sigur yfir kynþáttahatri og mannvonsku. Útlendingar í landinu okkar. Flóttamenn. Ábyrgð í umgengni við þá krafta sem maðurinn hefur náð að virkja. Virðing fyrir sköpuninni. Vernd fyrir hið ófædda líf. Vísdóm í umgengni við möguleika læknisfræðinnar. Trú á handleiðslu Guðs í heiminum og á mátt hans til þess að lækna öll sár.

föstudagur: Kirkjan okkar og söfnuðurinn.
Þökk fyrir endurlausnarverk Jesú Krists á krossinum. Bæn um að sérhver kristinn kannist við synd sína og hljóti úthellingu andans. Styrk fyrir alla safnaðarmeðlimi. Fúsleika til að starfa í ríki Guðs. Vísdóm og kraft fyrir alla þá sem kallaðir eru til starfa í þjónustu safnaðarins, við kennslu í Orðinu og sálgæslu. Kristnir sem eru ofsóttir. Blessun Lykilorða, sem verkfæri til að stuðla að einingu kristinna, og fyrir þá sem vinna að Lykilorðum og lesa þau.

laugardagur: Horft til baka og fram á veginn.
Þökk fyrir gjafir guðs og leiðsögn hans gegnum vikuna. Bæn um fyrirgefningu fyrir það góða sem ég lét ógert og það vonda sem ég gerði. Blessun fyrir sunnudaginn. Fyrirbæn fyrir Ísrael, þjóð fyrri sáttmála Guðs. Undirbúning kirkju Jesú Krists fyrir endurkomu hans. Eftirvæntingu fyrir dýrð eilífðarinnar.