Sale!

Samtal við framandi …

Original price was: kr.2.250.Current price is: kr.950.

Af hugmyndum tvítugra Íslendinga um fjöltrúarlegar aðstæður.

Pétur Björgvin Þorsteinsson er með embættispróf djákna í trúaruppeldisfræði frá Karlshöhe í Ludwigsburg, Þýskalandi. Hann hefur starfað sem djákni frá árinu 1996, bæði innan íslensku þjóðkirkjunnar sem og hjá evangelísku kirkjunni í Württemberg í Þýskalandi.
Í febrúar 2009 útskrifaðist hann með MA gráðu í Evrópufræðum frá Félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst, en þessi bók byggir að mestu á meistararitgerð hans þar.
Pétur Björgvin hefur verið búsettur og starfað í Þýskalandi frá 2013.

Category: Tag:

Description

Í bókinni er fjallað er um fjöltrúarlegan veruleika Evrópu í dag, óttann við hið framandi, þvermenningarlegt stofnanafráhvarf og áhrif reynsluheimsins.

Bókin byggir á meistararitgerð höfundar í Evrópufræðum við Háskólann á Bifröst en rýnihóparannsókn hans snéri að hugmyndum tvítugra Íslendinga um fjöltrúarlegar aðstæður.

Rannsókn höfundar gefur vísbendingar um að íslensk ungmenni skorti færni í fjöltrúarlegum samskiptum og að viðhorf þeirri mótist meðal annars af íslamfælni, votta Jehóva fælni og öfgafælni. Tekið er undir það sjónarhorn í bókinni að leggja þurfi áherslu á nýja vídd fjölmenningarlegrar kennslu, trúarlegu víddina.