Drottinn svaraði: „Ég mun sjálfur láta allan ljóma minn líða fram hjá þér og
ég mun hrópa nafnið Drottinn frammi fyrir þér. Ég vil líkna þeim sem ég vil líkna
og miskunna þeim sem ég vil miskunna.“
2.Mósebók 33.19
Drottinn svaraði: „Ég mun sjálfur láta allan ljóma minn líða fram hjá þér og
ég mun hrópa nafnið Drottinn frammi fyrir þér. Ég vil líkna þeim sem ég vil líkna
og miskunna þeim sem ég vil miskunna.“
2.Mósebók 33.19
Drottinn er styrkur minn og lofsöngur, hann kom mér til hjálpar.
2.Mósebók 15.2
Vitið þið ekki að líkami ykkar er musteri heilags anda sem í ykkur er og þið hafið frá Guði?
Þið eigið ykkur ekki sjálf.
1.Korintubréf 6.19
Þið eruð „útvalin kynslóð, konunglegur prestdómur, heilög þjóð, eignarlýður, til þess að þið skuluð víðfrægja dáðir hans,“ sem kallaði ykkur frá myrkrinu til síns undursamlega ljóss.
1.Pétursbréf 2.9
Jesús Kristur segir:
Ég hef elskað yður eins og faðirinn hefur elskað mig.
Verið stöðug í elsku minni!
Jóhannes 15.9
Þegar þið eruð að biðja, þá fyrirgefið þeim sem hafa gert eitthvað á hlut ykkar
til þess að faðir ykkar á himnum fyrirgefi einnig ykkur misgjörðir ykkar.
Markús 11.25
Guð gaf okkur ekki anda hugleysis heldur anda máttar og kærleiks og stillingar.
2.Tímóteusarbréf 1.7
Svo segir Drottinn: Eins og móðir huggar barn sitt, eins mun ég hugga yður.
Jesaja 66.13
Lykilorð 2016 er komin út. Þessi 11. íslenski árgangur þessarar tæplega 300 ára gömlu bókar inniheldur líkt og undirtitill bókarinnar segir: “Orð Guðs fyrir hvern dag”.
Kápuna prýðir að þessu sinni ljósmynd sem sr. Svavar A. Jónsson sóknarprestur í Akureyrarkirkju tók í Listigarðinum á Akureyri. Líkt og síðustu ár fylgja bæði bókamerki og póstkort með bókinni.
Lykilorð fást m.a. í Kirkjuhúsinu, í nokkrum söfnuðum, á Basar Kristniboðssambandsins og í ýmsum bókabúðum s.s. eins og í Eymundsson og hjá Forlaginu á Granda. Þá er hægt að panta bókina og fá hana senda heim, bæði beint frá okkur eða á heimkaup.is
Lykilorð 2015 er komin út. Þessi 10. íslenski árgangur þessarar tæplega 300 ára gömlu bókar inniheldur líkt og undirtitill bókarinnar segir: “Orð Guðs fyrir hvern dag”.
Kápuna prýðir að þessu sinni ljósmynd Kristins Inga Péturssonar af stuðlabergi við Aldeyjarfoss í Bárðardal. Líkt og síðustu ár fylgir bókinni bókamerki með sama myndefni og Lykilorði ársins. Þá höfum við látið gera póstkort líka.
Bókin fæst í flestum verslunum Eymundsson, í verslun Forlagsins á Granda, í Kirkjuhúsinu, í ýmsum kirkjum og söfnuðum og víðar. Þá er hægt að panta bókina og fá hana senda heim, bæði beint frá okkur eða á heimkaup.is