Allt hefur Guð gert hagfellt á sínum tíma, jafnvel eilífðina hefur hann lagt í brjóst mannanna en maðurinn fær ekki skilið að fullu það verk sem Guð vinnur.
Sáið réttlæti og uppskerið kærleika, brjótið land til ræktunar. Nú er tími til að leita svara hjá Drottni þar til hann kemur og lætur réttlæti rigna yfir yður!
Sjöundi dagurinn er hvíldardagur, helgaður Drottni, Guði þínum. Þá skaltu ekkert verk vinna, hvorki þú, sonur þinn né dóttir, þræll þinn né ambátt, naut þitt né asni né neitt af búfénaði þínum né aðkomumaðurinn sem hefur hæli hjá þér í borg þinni.