Ljúktu upp munni þínum fyrir hinn mállausa,
fyrir málstað allra lánleysingja!
Lykilorð aprílmánaðar 2021
Kristur er ímynd hins ósýnilega Guðs,
frumburður allrar sköpunar.
Lykilorð marsmánaðar 2021
Jesús svaraði:
„Ég segi ykkur, ef þeir þegja munu steinarnir hrópa.“
Lykilorð febrúarmánaðar 2021
Gleðjist að nöfn yðar eru skráð í himnunum!
Lykilorð janúarmánaðar 2021
Margir segja: „Hver lætur oss hamingju líta?“ Drottinn, lát ljós auglitis þíns lýsa yfir oss!
Lykilorð mánaðarins
Miðla hinum hungruðu af brauði þínu, hýs bágstadda, hælislausa menn og ef þú sérð klæðlausan mann, klæð þú hann og firrast ekki þann sem er hold þitt og blóð!
Jesaja 58.7
Lykilorð mánaðarins
Svo segir Drottinn: Þeir koma grátandi og ég leiði þá og hugga.
Jeremía 31.9
Lykilorð mánaðarins
Vinnið að hagsæld þeirrar borgar sem ég gerði yður útlæga til. Biðjið Drottin fyrir henni því að hennar heill er yðar heill.
Jeremía 29.7
Lykilorð mánaðarins
Það var Guð sem í Kristi sætti heiminn við sig.
2. Korintubréf 5.19
Lykilorð mánaðarins
Ég lofa þig fyrir það að ég er undursamlega skapaður, undursamleg eru verk þín, það veit ég næsta vel.
Sálmarnir 139.14