Hjartans miskunn Guðs vors lætur upp renna sól af hæðum að vitja vor og lýsa þeim sem sitja í myrkri og skugga dauðans og beina fótum vorum á friðar veg.
Lúkas 1.78–79
Hjartans miskunn Guðs vors lætur upp renna sól af hæðum að vitja vor og lýsa þeim sem sitja í myrkri og skugga dauðans og beina fótum vorum á friðar veg.
Lúkas 1.78–79
Svo segir Drottinn Guð: Bústaður minn verður hjá þeim
og ég verð Guð þeirra og þeir verða þjóð mín.
Esekíel 37.27
Englar Guðs munu gleðjast yfir einum syndara sem bætir ráð sitt.
Lúkas 15.10
Þá geta síðastir orðið fyrstir og fyrstir síðastir.
Lúkas 13.30
Guð hefur hjálpað mér og því stend ég allt til þessa dags og vitna bæði fyrir háum og lágum.
Postulasagan 26.22
Þess bið ég að elska ykkar aukist enn þá meir að þekkingu og dómgreind.
Filippíbréfið 1.9
Framar ber að hlýða Guði en mönnum.
Postulasagan 5.29
Mál ykkar sé ætíð ljúflegt en salti kryddað.
Kólossubréfið 4.6
Hví leitið þér hins lifanda meðal dauðra? Hann er ekki hér, hann er upp risinn.
Lúkas 24.5–6
Þú skalt standa upp fyrir hinum gráhærða og virða öldunga.
Þú skalt sýna Guði þínum lotningu. Ég er Drottinn.
3.Mósebók 19.32