Svo segir Drottinn: Eins og móðir huggar barn sitt, eins mun ég hugga yður.
Jesaja 66.13
Svo segir Drottinn: Eins og móðir huggar barn sitt, eins mun ég hugga yður.
Jesaja 66.13
Lykilorð 2016 er komin út. Þessi 11. íslenski árgangur þessarar tæplega 300 ára gömlu bókar inniheldur líkt og undirtitill bókarinnar segir: “Orð Guðs fyrir hvern dag”.
Kápuna prýðir að þessu sinni ljósmynd sem sr. Svavar A. Jónsson sóknarprestur í Akureyrarkirkju tók í Listigarðinum á Akureyri. Líkt og síðustu ár fylgja bæði bókamerki og póstkort með bókinni.
Lykilorð fást m.a. í Kirkjuhúsinu, í nokkrum söfnuðum, á Basar Kristniboðssambandsins og í ýmsum bókabúðum s.s. eins og í Eymundsson og hjá Forlaginu á Granda. Þá er hægt að panta bókina og fá hana senda heim, bæði beint frá okkur eða á heimkaup.is
Lykilorð 2015 er komin út. Þessi 10. íslenski árgangur þessarar tæplega 300 ára gömlu bókar inniheldur líkt og undirtitill bókarinnar segir: “Orð Guðs fyrir hvern dag”.
Kápuna prýðir að þessu sinni ljósmynd Kristins Inga Péturssonar af stuðlabergi við Aldeyjarfoss í Bárðardal. Líkt og síðustu ár fylgir bókinni bókamerki með sama myndefni og Lykilorði ársins. Þá höfum við látið gera póstkort líka.
Bókin fæst í flestum verslunum Eymundsson, í verslun Forlagsins á Granda, í Kirkjuhúsinu, í ýmsum kirkjum og söfnuðum og víðar. Þá er hægt að panta bókina og fá hana senda heim, bæði beint frá okkur eða á heimkaup.is
Lykilorð 2014 er komin út. Þessi 9. íslenski árgangur þessarar tæplega 300 ára gömlu bókar inniheldur líkt og undirtitill bókarinnar segir: “Orð Guðs fyrir hvern dag”.
Á þeim fáu árum sem bókin hefur komið út hér á landi hefur hún eignast dygga aðdáendur sem nota bókina daglega. Á meðan sumir lesa í einrúmi biblíuvers hvers dags og sálminn lesa aðrir saman í hóp, vinnufélagar á kaffistofunni, fjölskyldur við matarborðið. Margir láta þessa notkun á bókinni sjálfsagt duga á meðan aðrir fylgja lestraráætlununum sem eru í bókinni og fletta upp í Biblíunni til þess að lesa meira.
Þeir eru ótalmargir vitnisburðirnir um það hvernig fólk hefur upplifað Guð tala til sín í gegnum Lykilorð. Slík reynsla er eins og varða á leið mannsins í gegnum lífið. Með útgáfu á Lykilorðum vill Lífsmótun færa þeim sem vilja að Guð tali til þeirra, inn í líf þeirra, verkfæri í hendurnar sem er einfalt og þægilegt að nota.
Hægt er að nálgast Lykilorð 2014 í flestum bókabúðum landsins eða með því að senda nafn og heimilisfang í tölvupósti á postur@lykilord.is
Þeir sem eru á Fésbókinni geta gerst aðdáendur að Lykilorðum þar. Slóðin er einfaldlega http://facebook.com/lykilord
Lykilorð nóvembermánaðar er að þessu sinni fengið úr 17. kafla Lúkasarguðspjalls, vers 21.
Sjá, Guðs ríki er meðal yðar.
Lykilorð októbermánaðar er að þessu sinni úr 13. kafla Hebreabréfsins, vers 16
Gleymið ekki velgjörðaseminni og hjálpseminni því að slíkar fórnir eru Guði þóknanlegar.
Ákveðið var að endurskapa vefsvæði Lykilorða frá grunni. Það er því lítið efni hér núna en það mun tínast inn eftir því sem líður á veturinn.