Author Archives: Lykilorð

Bók fyrir árið 2014

2014Lykilorð 2014 er komin út. Þessi 9. íslenski árgangur þessarar tæplega 300 ára gömlu bókar inniheldur líkt og undirtitill bókarinnar segir: “Orð Guðs fyrir hvern dag”.

Á þeim fáu árum sem bókin hefur komið út hér á landi hefur hún eignast dygga aðdáendur sem nota bókina daglega. Á meðan sumir lesa í einrúmi biblíuvers hvers dags og sálminn lesa aðrir saman í hóp, vinnufélagar á kaffistofunni, fjölskyldur við matarborðið. Margir láta þessa notkun á bókinni sjálfsagt duga á meðan aðrir fylgja lestraráætlununum sem eru í bókinni og fletta upp í Biblíunni til þess að lesa meira.

Þeir eru ótalmargir vitnisburðirnir um það hvernig fólk hefur upplifað Guð tala til sín í gegnum Lykilorð. Slík reynsla er eins og varða á leið mannsins í gegnum lífið. Með útgáfu á Lykilorðum vill Lífsmótun færa þeim sem vilja að Guð tali til þeirra, inn í líf þeirra, verkfæri í hendurnar sem er einfalt og þægilegt að nota.

Hægt er að nálgast Lykilorð 2014 í flestum bókabúðum landsins eða með því að senda nafn og heimilisfang í tölvupósti á postur@lykilord.is

Þeir sem eru á Fésbókinni geta gerst aðdáendur að Lykilorðum þar. Slóðin er einfaldlega http://facebook.com/lykilord

Ný síða í smíðum

Ákveðið var að endurskapa vefsvæði Lykilorða frá grunni. Það er því lítið efni hér núna en það mun tínast inn eftir því sem líður á veturinn.