Bók fyrir árið 2015

2015Lykilorð 2015 er komin út. Þessi 10. íslenski árgangur þessarar tæplega 300 ára gömlu bókar inniheldur líkt og undirtitill bókarinnar segir: “Orð Guðs fyrir hvern dag”.

Kápuna prýðir að þessu sinni ljósmynd Kristins Inga Péturssonar af stuðlabergi við Aldeyjarfoss í Bárðardal. Líkt og síðustu ár fylgir bókinni bókamerki með sama myndefni og Lykilorði ársins. Þá höfum við látið gera póstkort líka.

Bókin fæst í flestum verslunum Eymundsson, í verslun Forlagsins á Granda, í Kirkjuhúsinu, í ýmsum kirkjum og söfnuðum og víðar. Þá er hægt að panta bókina og fá hana senda heim, bæði beint frá okkur eða á heimkaup.is